Fáðu tilboð í þjónustu
Innheimtuskóli Motus

Viðskiptavefur

Námskeiðið er ætlað þeim sem nýlega hafa hafið viðskipti við Motus og þá sem vilja bæta við og auka þekkingu sína.

Farið er ítarlega yfir viðskiptavef Motus en hann inniheldur allar upplýsingar um mál í innheimtu á einum stað. Á viðskiptavefnum má einnig finna itarlega tölfræði og skýrslur sem auka enn frekar yfirsýn kröfuhafa.  

Greiðendavefur Motus www.ekkigeraekkineitt.is er kynntur og farið yfir helstu atriði.

Góð þekking á þessum þáttum einfaldar vinnu kröfuhafa og tryggir ánægjulegt og árangursríkt samstarf við Motus.  

Námskeið á Viðskiptavef Motus eru gjaldfrjáls fyrir kröfuhafa Motus.

Vegna ástandsins er búið að fresta öllum námskeiðum í Innheimtuskóla Motus fram á haustið. Innheimtuskólinn býður upp á "rafræna" kennslu. Vinsamlegast sendið tölvupóst á elsa@motus.is ef þið viljið fá rafræna kennslu.

Vinsamlegast hafið samband í síma 440 7777 til að fá frekari upplýsingar.

Önnur námskeið í boði

Lögfræði
Námskeiðið er ætlað þeim sem dýpka vilja skilning sinn og þekkingu á löginnheimtu og meðferð gagna í þeim málum.

Nánar um námskeiðið

Uppgjör
Þetta námskeið er ætlað þeim sem bóka uppgjör frá Motus.

Nánar um námskeiðið

Innheimta 101 og efnahagsumhverfið
Námskeiðið er fyrir alla viðskiptavini sem hafa áhuga á innheimtumálum, þróun greiðsluhraða og vilja vita um stöðuna í efnahagsumhverfinu.

Nánar um námskeiðið

Á þessari síðu eru notaðar vafrakökur í þeim tilgangi að bæta upplifun notenda og halda utan um og mæla frammistöðu vefsins og umferð um hann, svo sem tölfræðilegar upplýsingar um fjölda notenda og hegðun þeirra á honum.

Flestir vafrar heimila notkun á vefkökum sjálfkrafa, en notendur geta sjálfir afvirkjað þann möguleika.

Nánari upplýsingar Samþykkja notkun
Greiðendaþjónusta
440 7700
Greiðendavefur
Smelltu hér